Grein í Gátt: Tungumál sem brú – íslenskunám á Landspítala

Í nýrri Grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um samstarf Mímis – símenntunar og Landspítala í íslenskukennslu fyrir starfsfólk spítalans. Samstarfið hófst árið 2018 og hefur vaxið og þróast til að mæta þörfum starfsfólksins og spítalans. Rúmlega 1500 starfsmenn hafa tekið þátt í námskeiðunum frá byrjun samstarfsins og hafa þau haft víðtæk jákvæð áhrif á vinnustaðamenninguna á þessum stærsta vinnustað landsins.

Lesið um samstarf Mímis – símenntun og Landspítalans á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar