Grein í Gátt: Tungmálafulltrúi á vinnustað – leið til að efla vinnuumhverfið

Í fyrstu grein ársins í Gátt fjalla Hildur Betty Kristjánsdóttir og Fjóla María Lárusdóttir um verkefni sem er að fara af stað hjá FA um aðlögun og innleiðingu á verkfærinu Tungumálafulltrúi á vinnustað í samstarfi við hagaðila. Verkfærið byggist á sænskri fyrirmynd en um norrænt samstarf er að ræða.

Tungumálafulltrúi er starfsmaður sem hefur það hlutverk að styðja við samstarfsfólk sitt í að læra ríkjandi tungumál vinnustaðarins. Þetta verkefni hefur gefið góða raun í Svíþjóð og Noregi og hafa nú um 55.000 tungumálafulltrúar verið þjálfaðir í þessari aðferð í Svíþjóð og um 200 í Noregi víðsvegar í atvinnulífinu.

Lesið meira um verkefnið á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar