Grein í Gátt: Tungumálafulltrúi sem aðstoðar nýliða og styrkir vinnuumhverfið

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um Norskt verðlaunaverkefni sem kallast tungumálafulltrúi á vinnustað. Tungumálafulltrúinn er starfsmaður sem hlýtur þjálfun í að veita tungumálastuðning á vinnustað til nýliða sem hafa ekki góða þekkingu í tungumálinu. Verkefni tungumálafulltrúans (n. Språkmentor, s. Språkombud) hóf göngu sína í Svíþjóð og gaf þar góða raun. […]

ÁRSFUNDUR FA 2025

TENGJUM SAMAN – Fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 13. nóvember n.k. á Grand hótel og er haldinn í samstarfi við NLL – Norrænt samstarf um símenntun og verður einnig streymt. Fundurinn hefst kl. 11 og stendur til 13:45, boðið verður uppá léttar veitingar. Þema fundarins Tengjum saman – fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur […]

Gervigreindarknúið fræðsluefni fyrir allar atvinnugreinar

Fyrirtækið Atlas Primer hefur fengið styrk úr Fræðslusjóði til að þróa nýstárlegt fræðsluefni fyrir 271 mismunandi atvinnugreinaflokka með nýtingu gervigreindar. Verkefnið byggir á ISAT 2008 atvinnugreinaflokkuninni og felur í sér þróun sérsniðinna námskeiða fyrir hvern flokk – alls 271 námskeið. Markmið verkefnisins var að nýta gervigreind til að gera símenntun og starfsþróun aðgengilega öllum, óháð […]

Ávinningur verkefnisins Færni á vinnumarkaði  felst í lærdómnum og vextinum sem hún kallar fram

Hildur Betty Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Sara Dögg Svanhildardóttir sérfræðingur – Atvinnutækifæri fatlaðs fólks hjá Vinnumálastofnun (VMST) kynntu fyrir Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra og hans starfsfólki verkefnið Færni á vinnumarkaði.  Verkefnið Færni á vinnumarkaði er útfærsla á tillögu starfshóps um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og er hluti af […]

Raddir ungs fólks með erlendan bakgrunn

Fræðslumiðstöð atvinnulífins (FA) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra verkefninu Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Verkefnið er hluti af áætlun ráðuneytanna vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023. Í verkefninu verða haldnir rýnifundir víða um land […]

Vilji til samstarfs um Fagbréf atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með afmælisfundi og tóku yfir 100 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norræns tengslanets um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Fagbréf atvinnulífsins.    Aðaláhersla fundarins var kynning á nýju verkfæri innan framhaldsfræðslunnar ,, Fagbréfi atvinnulífsins”.  Fagbréfið  veitir […]

Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]

Á jákvæð sálfræði erindi í framhaldsfræðslu?

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um framhaldsfræðslu sem FA gefur út, velta Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir og Helga Tryggvadóttir upp þeirri spurningu hvort jákvæð sálfræði eigi erindi inn í framhaldsfræðsluna. Þær fjalla um þær kenningar sem jákvæð sálfræði byggir á og koma með tillögur á nýtingu hennar innan framhaldsfræðslunnar. Lesið greinina á vef Gáttar:

Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?

Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið buðu til vefstofuraðar í september og október 2022. Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu á Íslandi. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa með viðtölum við bæði erlenda og innlenda sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar