Í nýrri grein í Gátt fjallar Sædís María Jónatansdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, um verkefnið Gefum íslensku séns á Vestfjörðum. Verkefnið gengur út á að samfélagið er framlenging kennslustofunnar í íslensku og að hver og einn getur tekið að sér að vera almannakennari og þar með kenna og styrkja íslenskunám hvar sem er. Meginhlutverk almannakennarans er að bjóða uppá íslensku á ýmsum hæfnistigum og tækifærin felast í daglegum samskiptum í búðinni, á veitingastöðum, úti á götu eða í öðrum almannarýmum.
Lesið um þetta áhugaverða verkefni á vef Gáttar:
