Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um Norskt verðlaunaverkefni sem kallast tungumálafulltrúi á vinnustað. Tungumálafulltrúinn er starfsmaður sem hlýtur þjálfun í að veita tungumálastuðning á vinnustað til nýliða sem hafa ekki góða þekkingu í tungumálinu.
Verkefni tungumálafulltrúans (n. Språkmentor, s. Språkombud) hóf göngu sína í Svíþjóð og gaf þar góða raun. Norðmenn kynntust verkefninu og þróuðu og aðlöguðu fyrir norskar aðstæður, en norska verkefnið hefur fengið Evrópsku tungumálaverðlaun Erasmus+.
Lesið um verkefnið á vef Gáttar: