Grein í Gátt: Tungumál sem brú – íslenskunám á Landspítala

Í nýrri Grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um samstarf Mímis – símenntunar og Landspítala í íslenskukennslu fyrir starfsfólk spítalans. Samstarfið hófst árið 2018 og hefur vaxið og þróast til að mæta þörfum starfsfólksins og spítalans. Rúmlega 1500 starfsmenn hafa tekið þátt í námskeiðunum frá byrjun samstarfsins og hafa þau haft víðtæk jákvæð […]
Inntak ársfundar FA 2025

Vel heppnaður ársfundur FA fór fram 13. nóvember s.l. þar sem rúmlega 240 manns tóku þátt á staðnum og í streymi. Aðal fyrirlesturinn að þessu sinni fjallaði um þá samræmdu aðferðafræði sem beitt er í umönnunargeiranum í Svíþjóð hvað varðar umgjörð tungumálafulltrúa á vinnustað, en FA vinnur að því að byggja upp sambærilega umgjörð hér […]
Ársfundur FA: við berum öll ábyrð á samfélaginu okkar, tungumálið er lykill að þátttöku

Rúmlega 240 manns tóku þátt í ársfundi FA, sem var haldinn fimmtudaginn 13. nóvember s.l. á Grand hótel og í streymi. Á fundinum var lögð áhersla á hvernig íslenskukunnátta innflytjenda hefur áhrif á aðgengi þeirra að samfélaginu og velt upp áskorunum og tækifærum í tengslum við íslenskunám. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var Tengjum saman […]
Grein í Gátt: Tungumálakennsla í fyrirtækjum á Suðurnesjum

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, segja Hólmfríður Karlsdóttir og Kristín Hjartardóttir frá tungumálakennslu hjá MSS, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Íslenskukennsla er sífellt stærri þáttur í starfsemi fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og einnig hjá MSS, þar sem íslenskukennsla í boði til fyrirtækja jafnt og einstaklinga. Í greininni segja þær frá ferli íslenskukennslu hjá MSS til […]