Samningsskilmálar

  1. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. er samstarfsvettvangur Alþýðusambands Íslands (ASÍ), Samtaka atvinnulífsins (SA), BSRB, fjármálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar sameiginlegar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna. Fræðslumiðstöðin er m.a. fjármögnuð af opinberu fé samkvæmt þjónustusamningi við menntamála-ráðuneytið og skal starfa til almannaheilla óháð búsetu. Öll verkefni og framkvæmd þeirra skulu samrýmast samþykktum FA og þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið.
  2. Framfylgt verði formlegu gæðakerfi og gæðamati sem FA þróar og/eða viðurkennir á hverjum tíma.
  3. Framfylgt verði skilgreindum kennslufræðilegum kröfum sem FA þróar og/eða viðurkennir.
  4. Fyllstu upplýsingar um verkefni og framkvæmd séu jafnan aðgengilegar.
  5. Upplýsingar um verkefni og framkvæmd séu lagðar fram með þeim hætti sem FA fer fram á.
  6. FA sé getið í allri kynningu og kynningargögnum vegna sameiginlegra verkefna.
  7. Tryggð séu réttindi og aðstaða námsmanna til að ljúka skilgreindu námi eða námsáfanga á tilsettum tíma hverju sinni.