Náms- og starfsráðgjöf

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur haft umsjón með þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir markhópinn í samstarfi við fræðsluaðila í samstarfsneti FA um land allt. Hluti af þessu samstarfi eru reglulegir fræðslufundir ráðgjafa sem FA skipuleggur en þar er að finna vettvang fyrir handleiðslu og ráðgjöf.

Í upphafi var áhersla lögð á að ráðgjafar færu út í fyrirtæki og kynntu þar gildi símenntunar og ávinning þess að sækja sér ráðgjöf um nám og störf.

Með breyttum aðstæðum á vinnumarkaði árið 2008 fóru náms- og starfsráðgjafar í meira mæli að þjónusta atvinnuleitendur. Í kjölfarið var gerður samningur á milli FA, fræðsluaðila og Vinnumálastofnunar um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur í markhópnum.

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa hefur á undanförnum árum náð að festast í sessi og sækja einstaklingar sér nú í auknum mæli ráðgjöf að eigin frumkvæði.

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er markhópnum að kostnaðarlausu.

Náms- og starfsráðgjafi veitir m.a.:

  • upplýsingar um nám og störf
  • aðstoð við að kanna áhugasvið og hæfni
  • upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki
  • aðstoð við að setja markmið og útbúa námsáætlun
  • ráðgjöf í raunfærnimati
  • ráðgjöf um persónuleg málefni