Tölvuumsjón

Námskráin Tölvuumsjón lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun og skiptist í 12 námsþætti. Tilgangur námsins er að efla hæfni þeirra sem vinna við, eða hafa hug á að vinna við, tölvuviðgerðir og að þjónusta tölvukerfi. Markmið námsins er að námsmenn öðlist grunnhæfni á sviði tölvuumsjónar. Í náminu er áhersla lögð á að námsmenn öðlist almenna þekkingu og leikni í að sinna viðgerðum, uppsetningu og uppfærslum á tölvum, hugbúnaði og kerfum. Þeir vinna með vélbúnað, stýrikerfi og hugbúnað ásamt því að greina og gera við algengar bilanir og leysa tæknivandamál. Að loknu námi í Tölvuumsjón geta námsmenn bætt við sig hæfni á sama sviði, til dæmis í kerfisstjórn eða tækniþjónustu. NTV, Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn, hannaði námið í samstarfi við Símey og Mími símenntun og naut það styrks frá Þróunarsjóði framhaldsfræðslu. Námið spannar 344 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 17 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá