Skref til sjálfshjálpar

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun lýsir námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í fimm námsþætti. Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun. Áhersla er lögð á að námsmenn kynnist mismunandi aðferðum við að hjálpa sér sjálfir að bæta sig í lestri og ritun meðan á námskeiði stendur og eftir að því lýkur.

Markmið með náminu er annars vegar að námsmenn upplifi öryggi og sjálfsstyrk í lestri, stafsetningu, ritun og tjáningu og geti nýtt sér upplýsingatæknina sér til aðstoðar. Hins vegar er markmiðið að auðvelda námsmönnum nám innan menntastofnana og þátttöku í hinu daglega lífi.

Námskráin getur hentað til þjálfunar í lestri og ritun á fleiri tungumálum en íslensku, svo sem ensku og dönsku.Námið er 40 klukkustunda langt og mögulegt er að meta það til tveggja eininga á framhaldsskólastigi. Námsskráin Aftur í nám lýsir annars konar aðferðum til að fást við sömu erfiðleika.

Leitaðu frekari upplýsinga hjá fræðslustofnun sem kennir samkvæmt námleiðinni, lista yfir fræðslustofnanir ásamt símanúmerum og tenglum á heimasíður þeirra má finna HÉR.

Námsskráin á PDF-sniði

Ummæli námsmanna