Smiðja

Smiðja lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í tvo námsþætti. Megintilgangur með námi í Smiðju er að námsmenn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform.

Námskráin er skrifuð sem snið fyrir fræðsluaðila til að skrifa námslýsingar í list- og verkgreinum. Í því felst að FA staðfestir námslýsingar frá fræðsluaðilum og birtir þær á vef sínum. Viðfangsefnin geta verið fjölbreytt en æskilegt er að Smiðjan henti staðbundnum þörfum á vinnumarkaði. Námskráin byggir á námskránni Opin smiðja sem var þróunarverkefni hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins árið 2010. Námið er 160 klukkustunda langt, þar af eru 80 klukkustundir verkefnavinna án leiðbeinanda. Mögulegt er að meta námið til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Leitaðu frekari upplýsinga hjá fræðslustofnun sem kennir samkvæmt námleiðinni, lista yfir fræðslustofnanir ásamt símanúmerum og tenglum á heimasíður þeirra má finna HÉR.

Námsskráin á PDFsniði

  Dæmi um námslýsingar fyrir smiðju:  
  Garðyrkja, hellu og steinlögn  
  Grafísk hönnunarsmiðja  
  Hljóðsmiðja I  
  Hljóðsmiðja II  
  Handverkssmiðja  
  Hönnun og handverk  
  Hönnunar og frumkvöðlasmiðja  
  Hönnunar- og tilraunasmiðja í Fab Lab  
  Kvikmyndasmiðja  
  Matarsmiðja - beint frá býli  
  Myndlistasmiðja Teikning  
  Myndlistasmiðja Málun  
  Smiðja í gerð og eftirvinnslu myndbanda  
  Smiðja - Horn og bein  
  Smiðja í málmiðn - MIG/MAG suða  
  Smiðja í málmiðn - Pinnasuða  
  Smiðja í málmiðn - TIG suða  
  Trébátasmíði