Nám í stóriðju - grunnnám (2017)

Nám í stóriðju - grunnnám lýsir námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 20 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni og rafgreining, efnisvinnsla, steypa, kerfóðrun, flutningar, rannsóknir, ofngæsla, mölun og sigtun eru meðal þess sem þarf til framleiðslunnar. Tilgangur námsins er að auka hæfni starfsfólks til að sinna fjölbreyttum störfum í stóriðju, auka öryggi við vinnu, styrkja starfs- og samskiptahæfni, auka starfsánægju og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, ásamt því að auka verðmætasköpun, auðvelda innleiðingu breytinga og styrkja samkeppnisstöðu stóriðjufyrirtækja. Í náminu er lögð áhersla á lærdómsferlið, að námsmenn auki hæfni sína í að afla og miðla upplýsingum og efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Þeir sem ljúka þessu námi eiga þess kost að fara í Nám í stóriðju - framhaldsnám.
Námið er 400 klukkustunda langt sem meta má til allt að 20 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskráin á pdf sniði