Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk 

Námsskráin Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk lýsir námi fyrir fiskvinnslufólk á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 13 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni námsmanna.

Námið er sniðið að þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Fyrirkomulagi námsins er lýst í 18. kafla kjarasamnings SA og Starfsgreinasambandsins/Flóans frá 29. maí 2015. Námið er 128 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Leitaðu frekari upplýsinga hjá fræðslustofnun sem kennir samkvæmt námleiðinni, lista yfir fræðslustofnanir ásamt símanúmerum og tenglum á heimasíður þeirra má finna HÉR.

Námsskráin á PDF-sniði

Námskráin á ensku

Námskráin á pólsku

Námskráin á tælensku