Stiklur 5

Fjölbreyttar kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu - Félagsmiðlar, upplýsingamiðlar og aðrar vefþjónustur - 5 klst. (7 kennslustundir)

Innihald: Hvernig félagsmiðlar geta nýst við nám og kennslu. Nokkrar gagnlegar þjónustur sem tengjast því að vista og miðla kennsluefni um vefinn. Nokkrir leikir, verkfæri og þjónustur sem geta gert nám og kennslu áhugaverðara, tilbreytingaríkara og gagnlegra en ella. Innihald námskeiðsins miðast við þarfir, viðfangsefni og áhugamál þátttakenda.

Vinnubrögð: Kennslan fer fram með stuttum fyrirlestrum, umræðum, einstaklings- og hópavinnu þar sem þátttakendur kynna sér sjálfstætt og/eða undir handleiðslu gagnleg verkfæri sem munu nýtast þeim í starfi.

Nauðsynlegt er að þátttakendur komi með fartölvur á námskeiðið og eftir atvikum: spjaldtölvur, stafrænar myndavélar og gsm síma allt með nauðsynlegum tengibúnaði.