Stiklur 1

Fræðslustarfsmaðurinn og kröfurnar í nútíma samfélagi - 5 klst. (7 kennslustundir)

Innihald: Gæðakröfur sem gerðar eru til kennara í fullorðinsfræðslu og aðferðir sem þeir geta beitt til að efla sig í starfi og koma sem best til móts við kröfur og þarfir fullorðinna nemenda og samfélags nútímans. EQF viðmið Evrópusambandsins og lykilhæfniþættir nútíma samfélags settir í samhengi við  hlutverk kennara og annarra sem koma að fræðslunni.  

Vinnubrögð: Lögð er áhersla á þátttöku, verkefnavinnu og hagnýta tengingu.