Kennslufræði

Stiklur eru fjölþætt kennslufræðinámskeið sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður samstarfsaðilum sínum í þeirri viðleitni að efla gæði í fullorðinsfræðslu. 

Sjá yfirlitsmynd

Námskeiðin eru hugsuð fyrir breiðan hóp fólks sem sinnir fullorðinsfræðslu og vill skerpa gæðin í fræðslustarfinu. Þau henta kennurum, leiðbeinendum, náms- og starfsráðgjöfum, starfsmönnum og stjórnendum við símenntunarstofnanir. Einnig geta þau hentað þeim sem sinna almennri mannauðsstjórnun innan fyrirtækja og stofnana og öðrum sem vinna að almennri uppbyggingu og eflingu fullorðinna.

Megináhersla er lögð á eftirfarandi þætti á námskeiðunum:

  • Að ræða nýjar leiðir í námi og kennslu í samræmi við viðhorf, hugmyndir og gæðakröfur til fræðsluaðila í fullorðinsfræðslu og skilgreina hlutverk þeirra á síbreytilegum tímum.
  • Að beina sjónum að mismunandi forsendum fullorðinna nemenda og hvernig unnt er að koma til móts við þær með ýmsum skapandi aðferðum.
  • Að byggja upp og hanna árangursríkt fræðsluferli frá þarfagreiningu til mats. Unnið eftir fræðsluhönnunarmódeli og Evrópska viðmiðarammanum EQF, ásamt lykilhæfniþáttunum átta sem skilgreindir hafa verið.
  • Að skoða tækni og aðferðir við að byggja upp fjölbreytt og gagnlegt námsefni. Mælistika um árangursríkt námsefni höfð til hliðsjónar.
  • Að kynna og prófa ýmsar árangursríkar aðferðir í námi, kennslu og mati á árangri þar sem lögð er áhersla á þarfir nemenda og námsánægju.
  • Að skoða tengsl náms og starfs og hvaða leiðir er hægt að fara til að námið nýtist sem best í starfi.
  • Gæðahugsun í fræðslustarfi, að líta á fræðslu sem ferli sem þarf að vera í stöðugri mótun og endur­skoðun.

Tilhögun:

Stiklur eru skipulagðar sem fjölmargir mismunandi námskeiðsþættir (módúlar) sem eru 5 klst. hver (7 kennslustundir). Hægt er að halda hvern námskeiðsþátt fyrir sig en einnig að setja þá saman á mismunandi hátt eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni. Saman mynda þeir eina heild þar sem "stiklað" er á lykilatriðum í árangursríku fræðslustarfi með fullorðnum. Auk þess eru í boði sérsniðin námskeið og fræðslufundir í tengslum við námsskrár FA.

Stiklur 1-3 eru grunnnámskeið

Stiklur 4-7 eru dýpkunarnámskeið

 

  • Kennarar eru ýmsir sérfræðingar á viðkomandi sviðum.

 

 

Stiklur 1 - 3 eru GrunnnámskeiðStiklur 1 - 3 eru Grunnnámskeið