IÐAN fræðslusetur hlýtur fyrstu verðlaun á alþjóðlegri ráðstefnu um raunfærnimat

IÐAN-fræðslusetur hlaut fyrstu verðlaun á alþjóðlegri raunfærnimatsráðstefnum í Danmörku fyrir framúrskarandi árangur í raunfærnimati á Íslandi. Verðlaunin eru nú veitt í annað sinn. Samtals voru 7 verkefni tilnefnd með fjölbreyttu innihaldi og áherslum. IÐAN-fræðslusetur hefur unnið að raunfærnimati í iðngreinum í 10 ár í samstarfi við hagsmunaaðila vítt og breytt um landið og fjöldi einstaklinga fengið viðurkenningu á sinni færni í gegnum verkefni á hennar vegum. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu ráðstefnunnar: http://vplbiennale.com/

Við óskum starfsfólki IÐUNNAR-fræðsluseturs innilega til hamingju með þennan merka áfanga og miklu viðurkenningu.

Á myndinni eru fulltrúar IÐUNNAR fyrir miðri mynd ásamt öðrum er hlutu viðurkenningar við sama tækifæri og fulltrúum ráðstefnunnar.

IDAN_Vidurkenning (1)