FA og HR vilja auka rannsókna- og þróunarsamstarf

Nýverið undirrituðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík (HR) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, viljayfirlýsingu um aukið samstarf en HR stefnir á að bjóða framhaldsnám í stjórnun í ferðaþjónustu á næsta ári. Viljayfirlýsingin tekur til ýmissa verkefna þar sem aðilar vilja auka samvinnu sína og auka upplýsingaflæði milli aðila. M.a. verður skoðað hvaða rannsóknarverkefni gætu nýst báðum aðilum þar sem Hæfnisetrið gæti lagt til upplýsingar og áherslur sínar en HR væri rannsóknaraðilinn eða nemendur skólans. Einnig verður litið á mögulega aðkomu HR að árangursmælingum á fræðslu og hvaða þýðingu t.d. bætt stjórnendafræðsla hefur á afkomu fyrirtækja. Tækifærin eru fjölmörg til samvinnu og starfsmenn FA og Hæfnisetursins hlakka til samstarfsins!

Lesa meira »

Hæfnistefna til hvers?

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl.13:15 - 16:30.

Allir velkomnir, en við viljum biðja þá sem vilja taka þátt að skrá sig hér

Yfirskrift fundarins er Hæfnistefna til hvers? Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Aðalfyrirlesari verður Gina Lund, framkvæmdastjóri Færnistofnunarinnar i Noregi (Kompetanse Norge) sem kynnir vinnu við mótun hæfnistefnu Norðmanna sem og stefnuna sjálfa en erindi hennar verður á ensku. Hægt er að skoða stefnuna hér. Þá verða fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar. Dagskrána er að finna hér. 

Lesa meira »

,,Ég er ekki ennþá heima bara"

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (GOAL) 

Goaesb Goal

Dagsetning: 14. desember 2017 kl. 9:00 - 12:00

Staður: Golfskálinn í Garðabæ - GKG golf, Vífilsstaðavegi 210 Garðabæ

Lokaráðstefna  Evrópuverkefnisins "Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna" (Guidance and Orientation for Adult Learners ― GOAL) verður haldin 14. desember n.k. Í verkefninu var unnið að því að undirbúa og framkvæma stefnumótandi tilraun þar sem náms- og starfsráðgjöf fyrir jaðarhópa/ fólk sem sækir síður í nám var þróuð og árangur af henni metinn. 

Lesa meira »

Alþjóðleg lokaráðstefna GOAL verkefnisins

Goaesb Goal

 

Í Brussel 17.-18. janúar 2018

Guidance and counselling for low-educated adults: from practice to policy 

Um er að ræða 2ja daga ráðstefnu þar sem heildarniðurstöður GOAL verkefnisins verða kynntar. Í verkefninu var unnið að þróun námsráðgjafar fyrir jaðarhópa/fólk sem sækir síður í nám. Fræðsluaðilar í þátttökulöndunum sex buðu upp á námsráðgjöf fyrir markhópinn í samstarfi við hagsmunaaðila og var árangur af henni metinn. 

Lesa meira »