Málþing um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu

7. sept. kl. 13-16.15 haldið á  Nauthól, Reykjavík

Áherslur, leiðir og framkvæmd framhaldsfræðslu eru sífellt til skoðunar meðal þeirra sem tengjast framhaldsfræðslukerfinu, t.d. í Fræðslusjóði, í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem undirbýr nú gerð frumvarps um nám fullorðinna. Síðustu mánuði hafa starfsmenn og stjórn FA unnið að stefnumótun fyrir FA og þar hefur verið rætt um aukin tengsl við fyrirtækjamarkaðinn og hvernig FA tekst á við það hlutverk.

Lesa meira »