Úthlutun til nýsköpunar- og þróunarverkefna 2017

Í apríl auglýsti Fræðslusjóður eftir umsóknum í Þróunarsjóð framhaldsfræðslu vegna styrkja til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Alls bárust 28 umsóknir um styrki en úthlutað var til 15 verkefna að þessu sinni.

Stjórn Fræðslusjóðs velur úthlutunarnefnd til að fara yfir umsóknir og gera tillögu til stjórnar Fræðslusjóðs um afgreiðslu. Heildarupphæð umsókna var  tæpar 75 millj. kr. og úthlutað var rúmlega 36 millj. kr.

Úthlutanir voru samþykktar á fundir stjórnar 29. maí s.l. 

Umsækjandi Heiti verkefnis Úthlutun Staða
Rafiðnaðarskólinn ehf. Þróun gagnvirks námsefnis í tæknigreinum 2.850.000 Ólokið
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Fjarkinn - rafræn námskeið í ferðaþjónustu 2.220.000 Ólokið
Framvegis Færniþróun á sviði framhaldsfræðslu 2.420.000 Ólokið
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Gæðamatur og ferðaþjónusta 2.850.000 Ólokið
Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi Starfstengd íslenska fyrir erlenda starfsmenn sem starfa á dvalar og hjúkrunarheimilum 1.400.000 Ólokið
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Hæfnigreining og raunfærnimat iðnverkamanna þrep 1-3 1.970.000 Ólokið
Háskólafélag Suðurland Ferðamálabrú - rafrænt námsefni 2.320.000 Ólokið 
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Starfsmenntun í fiski - hvenær sem er 2.850.000 Ólokið 
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar  Raunfærnimat og starfsþróun í ferðaþjónustu 2.850.000  Ólokið 
Þekkinganet Þingeyinga  Virkjum vinnustaðinn; Fullorðinsfræðsla um samskiptamiðla  2.850.000  Ólokið 
Rakel Sigurgeirsdóttir  Íslenskunáman  1.430.000  Ólokið 
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi  Grunnmenntun í ferðaþjónustu - starfagreiningar og raunfærnimat  2.850.000  Ólokið 
Austurbrú  Rafrænt kennsluefni fyrir starfsfólk ferðaþjónustu  2.850.000  Ólokið 
Mímir - símenntun Námskrá fyrir reynda hópferðabílstjóra í ferðaþjónustu 1.980.000  Ólokið 
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar  Hæfnigreiningar og raunfrærnimat starfsfólks íþróttamannvirkja  2.430.000  Ólokið 
    36.120.000