Fullorðinsfræðarinn og nýsköpun 27. - 28. september 2017 í Lundi Svíþjóð

 

Hvernig stöndum við að sem bestri færniþróun fyrir norræna fullorðinsfræðara? Hvaða færni þurfa þeir að búa yfir? NVL og Nordplus bjóða  til ráðstefnu í september þar sem niðurstöður könnunar sem gerð var á Norðurlöndunum öllum verða kynntar.

Hvaða áskoranir blasa við kennurum/leiðbeinendum fullorðinna? Niðurstöður margra norrænna og evrópskra rannsókna  benda til þess að "fullorðinsfræðarinn" hafi afgerandi áhrif á gæði fullorðinsfræðslu. Í janúar sl. framkvæmdi NVL könnun á Norðurlöndunum

Lund Fasade

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að afar ólíkum hlutverkum fullorðinsfræðarans við mismunandi aðstæður. Þar munu fara fram umræður og miðlun reynslu og þekkingar. Frá framsæknu sjónarhorni verður rætt um þarfir fyrir færni og tækifæri til menntunar í fyrir fullorðinsfræðara á Norðurlöndunum, samfélögum sem einkennast af fjölmenningu og hnattvæðingu.  

Fræðsla fullorðinna fer fram á ýmsan hátt og við mismunandi aðstæður. Til dæmis hjá fræðsluaðilum, innan stofnana, á einkareknum vinnustöðum, menntastofnanna, hjá yfirvöldum, fagfélögum og frjálsum félagasamtökum. Með könnuninni var reynt að taka mið af þessu og hún var send út til flestra þeirra sem fást við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd við nám fullorðinna.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi Norræna félagsins í Lundi, sveitarfélaginu Lundi NVL og Nordplus Norræna ráðherranefndin styrkir ráðstefnuna. Þátttaka og veitingar eru ókeypis en þátttakendur greiða sjálfir fyrir ferðir og uppihald. Skráning og nánari upplýsingar á:   http://nvl.org/content/Vuxenpedagogik-och-innovation