Vegvísir 2018 um raunfærnimat og gildi færninnar á íslensku

Sérfræðinganet NVL um raunfærni tók á síðasta ári saman Vegvísi 2018 um raunfærnimat og gildi færninnar. Í honum er varpað ljósi á raunfærnimatsferlið, allt frá kortlagningu til mats á áunninni færni og hvernig það getur gagnast einstaklingnum og samfélaginu. Í vegvísinum er einnig farið yfir helstu þætti raunfærnimatskerfis sem verða að vera til staðar til þess að það virki. 

Vegvísirinn, sem heitir Mat á raunfærni og gildi færninnar er aðgengilegur á pdf-formi HÉR