Úttektir á gæðum í fullorðinsfræðslu

Gerður hefur verið samningur til þriggja ára við fyrirtækið Vaxandi ráðgjöf ehf. um að sinna úttektum á gæðastarfi samkvæmt viðmiðum EQM og EQM+. Eigendur fyrirtækisins eru Karl Frímannsson og Katrín Frímannsdóttir og með þeim starfar Erla Björg Guðmundsdóttir. Þessir aðilar stóðust allar kröfur sem gerðar voru til úttektaraðila og hafa mikla reynslu á fræðslumálum og gæðamati í skólastarfi.

Nýtt ferli gæðavottunar samkvæmt viðmiðum EQM og EQM+ hefst nú þegar og eru fræðsluaðilar hvattir til að hefja nýtt sjálfsmatsferli sem fyrst. Sjálfsmatslistar fyrir fræðslu (EQM) hafa verið endurskoðaðir og auk þess hafa verið útbúin sjálfsmatseyðublöð fyrir náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat (EQM+). Öllum er frjálst að nota gæðaviðmið EQM og EQM+ sem eru aðgengileg hér.

 Vaxandi