Námskeið fyrir umsjónarmenn greininga

Haldið verður námskeið fyrir umsjónarmenn greininga hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Skipholti 50b, dagana 27. og 28. febrúar n.k. Námskeið er alls 12 klst. (2x6) en að auki er gert ráð fyrir undirbúning 3-6 klst. Leiðbeinendur eru Halla Valgeirsdóttir og Guðmunda Kristinsdóttir.

Námskeiðið er ætlað samstarfsaðilum FA sem vilja beita aðferð og hæfniþáttum úr hæfnigrunni FA við greinigar á hæfnikröfum starfa.

Námskeiðið er samstarfsaðilum okkar að kostnaðarlausu en ferðakostnaður er þó ekki greiddur af FA.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 599 1400 eða á [email protected]