Sérfræðingar í fullorðinsfræðslu

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. óskar eftir að ráða 1-2 sérfræðinga í störf á sviði fullorðinsfræðslu, einkum við hæfnigreiningar og námshönnun. Um tímabundin störf er að ræða til eins árs en með möguleika á framlengingu.

Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingum sem hafa:
• Menntun og reynslu sem nýtist í starfi
• Reynslu af fræðslumálum
• Reynslu af verkefnastjórnun
• Reynslu af að vinna undir álagi og í hóp
• Rit- og samskiptafærni á íslensku og ensku

Umsóknir sendist á frae@frae.is fyrir 6 feb. nk. Öllum umsóknum verður svarað.


Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. er í eigu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins. Hlutverk FA er að vera samstarfsvettvangur og sérfræðisetur aðila vinnumarkaðarins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna. Hjá FA vinna nú 14 starfsmenn, flestir sérfræðingar á sviði fullorðinsfræðslu. Markmið FA er að veita starfsmönnum á vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði og auka þar með samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Nánar um hæfnigreiningar, námshönnun og okkur á vef FA