Evrópuráðstefna um raunfærnimat

Evrópuráðstefna um raunfærnimat verður haldin 26. og 27. apríl 2017 í Aarhus í Danmörku og opið er fyrir skráningu á vefslóðinni http://vplbiennale.com/
Ráðstefnugjaldið er 240 evrur, en með því að skrá sig fyrir áramót er veittur 40 evru afsláttur. Á vefsíðunni þar má finna nöfn aðalfyrirlesara og efnisflokka í vinnustofum. Vinnustofurnar 15 verða byggðar upp með þeim hætti að fyrst eru tvö til þrjú stutt innlegg um viðkomandi efni og í framhaldi fara fram umræður um viðkomandi málaflokk. 

Meðal efnisflokka í vinnustofum má nefna:  

  • VPL in working life
  • The Concept of Competence and the Challenge of Competence Assessment
  • NQF, national qualification frameworks and VPL
  • Validation and new technologies
  • Guidance in VPL

Sérfræðinganet NVL um raunfærnimat kemur að undirbúningi ráðstefnunnar og áhersla hefur verið lögð á að dagskráin sé áhugaverð fyrir alla hagsmunaaðila en ekki eingöngu þau sem starfa við raunfærnimat. Þar er sérstaklega horft til atvinnulífs og þeirra sem koma að stefnumótun fyrir raunfærnimat á næstu árum. 

Ef frekari spurningar vakna þá veitum við þær fúslega af Fjólu ([email protected])  eða Hauk ([email protected]) hér hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.