Þrír Sneplar komnir út

Ör-fréttabréfið Snepill hóf göngu sína um mitt ár 2016. Í fyrsta tölublaði fjallaði Haukur Harðarson, sérfærðingur FA, um raunfærnimat m.a. aldurs- og starfsaldursmörk, ný kynningarmyndbönd og fyrirhugaða Evrópuráðstefnu sem haldin verður í apríl 2017 í Aarhus í Danmörku.

Annað tölublað Snepils kom út í október 2016 og er þar meðal annars fjallað nánar um ráðstefnuna sem fyrirhuguð er í Aarhus og nýjan vef Valiguide

Í október kom svo fyrsta tölublað Snepils sem helgað er námskrám og námskrárgerð. Þar skrifar Halla Valgeirsdóttir, sérfræðingur FA, um hæfnigreiningar sem unnar eru hjá FA og hvernig þær nýtast við námskrárskrif og um þá vinnu sem framundan er við endurskoðun námskráa FA.