Norræn / Evrópsk ráðstefna

Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 var haldin ráðgjafaráðstefna á Grand hótel Reykjavik. Meginþema var ráðgjöf fyrir fullorðna undir titlinum: Guidance for low qualified adults in the light of The New Skills Agenda. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við FA, NVL Erasmus+, EPALE Og Euroguidance. 

Aðalfyrirlesarar voru Peter Plant, Professor, Lillehammer háskóla  og Jaana Kettunen, fræðimaður við háskólann í Jyväskylä. Þá fóru fram stuttar kynningar á áætlun Evrópusambandsins um færniþróun: New Skills Agenda og á vefgáttinni EPALE. Alls tóku áttatíu þátttakendur hvaðanæva Norðurlanda virkan þátt í ráðstefnunni við góðar undirtektir. 

Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar og glærur frá frá fyrirlestrum og kynningum:

Peter Plant

Reeta Knuuti

Jaana Kettunen

Dóra Stefánsdóttir

Dagskrá ráðstefnu