Rafrænar viðurkenningar

Hvað eru rafrænar viðurkenningar Openbadges

og hvernig tek ég fyrstu skrefin?

Þann 9. febrúar næstkomandi verður haldin önnur vefstofa í tengslum við verkefnið  "Open badges for adult educators".

Hvenær: 9. febrúar 2016  kl. 9:00 - 10:00 (íslenskur tími) / 10:00-11:00 (CET)

Fyrir hverja: Leiðbeinendur, stjórnendur fræðslustofnana, þá sem hanna og skipuleggja nám og/eða sjálfboðastörf, náms- og starfsráðgjafa og alla sem koma að fræðslu eða mati á hæfni í fyrirtækjum og stofnunum.

Hvað: Á þessari vefstofu verða kerfi fyrir rafrænar viðurkenningar kynnt, þátttakendur fá tækifæri til að spyrja spurninga og heyra af reynslu annarra t.d. um viðmið fyrir rafrænar viðurkenningar, hvernig hæfni er staðfest, hvernig nota má merkin o.s.frv.

Skráning: https://www.webropolsurveys.com/S/011EA799FDC78CD0.par.   Lokadagur skráningar er 5.febrúar.

Kynningar: Eric Rouselle (Discendum - Open Badge Factory), Marion Fields (OK Study Centre)

Nánari upplýsingar hér (á ensku): https://openbadge.wordpress.com/2016/01/22/what-is-open-badges-and-how-do-i-get-started/