Gríðarlegur áhugi á ráðstefnu á degi náms- og starfsráðgjafar

Föstudaginn 30. október 2015 sóttu rúmlega 170 manns ráðstefnu um náms- og starfsráðgjöf á Grand hóteli i Reykjavik þar sem meginþemað var karriereveiledning og karrierekompetanse. Að ráðstefnunni stóðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,  NVL, Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar og  Félag náms- og starfsráðgjafa og  yfirskriftin var Færni til framtíðar - mótun starfsferils og hún var hluti af árlegum degi náms- og starfsráðgjafar.

Dagskráin hófst með ávarpi Illuga Gunnarssonar sem meðal annars fjallaði um mikilvægt hlutverk sem náms- og starfsráðgjafar gegna við að aðstoða fólk sem stendur á krossgötum hvað varðar val á námi eða starfi. Þá flutti Bo Klindt Poulsen ( krækja á glærur ) fyrirlestur um norræna túlkun á hugtakinu Career Management skills og Guðrún Birna Kjartansdóttir ( krækja á glærur ) fjallaði um vinnu sem fram hefur farið í tengslum við stefnumótun um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi. Skýrslu byggða á þeirri vinnu má finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Að lokum var pallborð ( krækja á glærur )  þar sem náms-og starfsráðgjafar af öllum skólastigum og úti í atvinnulífinu deildu reynslu sinni af náms- og starfsfræðslu.

Ráðstefnustjóri var María Kristín Gylfadóttir, stjórnandi Erasmus+ áætlunarinnar.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast HÉR

009

042