Eiga rafrænar viðurkenningar framtíðina fyrir sér?

Adeomynd
Vefstofa verður haldinn 26. nóvember kl. 09:00 - 10:00 (íslenskur tími)

Hvað: Ókeypis vefstofa (webinar) fyrir alla sem hafa áhuga á rafrænum viðurkenningum sem matsaðferð.

Fyrir hverja: Leiðbeinendur, stjórnendur fræðslustofnana, þá sem hanna og skipuleggja nám, náms- og starfsráðgjafa og alla sem koma að fræðslu eða mati á hæfni í fyrirtækjum og stofnunum.

Hvers vegna: Þessi vefstofa skýrir hugmyndina sem rafrænar viðurkenningar byggja og kerfi um rafrænar viðurkenningar verður kynnt. Boðið verður upp á umræður um kosti og galla rafrænna viðurkenninga.

Hvenær: 26. nóvember 2015 kl. 09:00 - 10:00 (íslenskur tími)

Skráning hér: https://www.webropolsurveys.com/S/02CFF3CB3EEF9919.par

Lokadagur skráningar: 20. nóvember

Kynningar: Ilona Buchem, Johanni Larjanko og einstaklingar sem hafa fengið rafrænar viðurkenningar.

Frekari upplýsingar: Lesa má um rafrænar viðurkenningar, vefstofuna og fyrirlesarana hér: https://openbadge.wordpress.com/

Svona virkar þetta: Þessi vefstofa fer fram í gegnum Adobe Connect. Þú þarft tölvu, nettengingu og hátalara. Til að taka þátt í umræðum þarftu einnig hljóðnema. Nánari upplýsingar hér:  http://oersverige.se/taking-part-in-a-webinar/

Á hvers vegum: Vefstofan er hluti af norrænu verkefni "Open badges for adult education" sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur þátt í. Nánar um verkefnið hér: https://openbadge.wordpress.com/

 

Eitthvað óljóst:Sendu tölvupóst á gudmunda@frae.is eða hringdu á Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 599 1400.