Skýrsla um lærdóm af verkefnunum Menntun núna

Samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur FA unnið skýrslu þar sem lærdómur af verkefnunum Menntun núna í Norðvesturkjördæmi og Menntun núna í Breiðholti er dreginn saman.

Skýrslan byggir á fundum með starfsmönnum verkefnanna, skýrslum verkefnanna, niðurstöðum sameiginlegs fundar verkefnanna og málþings sem haldið var á vordögum til að draga fram lærdóminn.

Framundan er að miðla niðurstöðum þannig að þær nýtist á vettvangi framhaldsfræðslunnar.

Skýrsluna má nálgast HÉR.