Námskeið fyrir umsjónarmenn greininga

Dagana 14. og 15. september s.l. tóku 7 manns þátt í námskeiði hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  fyrir umsjónarmenn greininga. Þátttakendur komu frá fjórum af samstarfaðilum FA.

Námskeiðið stóð yfir í tvo daga og var farið yfir aðferð FA við hæfnigreiningar og hvernig afurðir geta nýst við námsskrárgerð.

Markmið námskeiðsins er að þjálfa starfsmenn hjá samstarfsaðilum FA til að vera umsjónarmenn greininga á hæfnikröfum starfa þar sem aðferð FA er beitt og hæfniþættir úr hæfnigrunni FA notaðir. Til að verða umsjónarmaður greininga þarf að hafa sótt þetta námskeið eða aðra samsvarandi fræðslu til FA.  Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Guðmunda Kristinsdóttir og Halla Valgeirsdóttir.

Nánari upplýsingar um hæfnigreiningar FA má finna HÉR