10 ára starfsemi tengslanets um nám fullorðinna

 Nvlmynd

 

10 ára starfsemi tengslanets

 

Árið 2005 hóf Norrænt tengslanet um nám fullorðinna starfsemi og það markaði upphafið að nýju tímabili í norrænu samstarfi á sviði ævináms. Á þessum tíu árum hefur NVL leitt alla mikilvægustu aðila á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum saman með því að vinna markvisst að þróun mikilvægustu stefnumarkandi þátta á sviðinu. Samtals 31 tengslanet hafa orðið til á liðnum áratug. Árangur starfsins hefur birst í 78 skýrslum sem mynda grundvöll að starfi Norrænu ráðherranefndarinnar  á þessu sviði og hefur leitt til nýrra þróunarverkefna. Starfsemin er víðtæk og nær til fjölmargra aðila sem koma að fræðslu fullorðinna á Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar  NVL telja á ári hverju rúmlega 150.
 
"Ævimenntun er mikilvægt sameiginlegt markmið allra norrænu þjóðanna. Við erum í fararbroddi á sviði fullorðinsfræðslu. Það má rekja til þess að NVL tekst að hámarka samstarfsafl  þjóðanna bæði hvað varðar miðlun reynslu og útbreiðslu líkana og aðferða, sem gagnast, gleðja  og þroska einstaklinga og styrkja lýðræðislega þátttöku og þróun atvinnulífs og samfélaga á Norðurlöndunum."

Segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Það er ótal margt sem sameinar norrænu þjóðirnar en það er einnig margt sem skilur þær að. Megin hugmyndin með starfi NVL er að við getum lært hver af öðrum en um leið haldið séreinkennum okkar. Þetta á einnig við um mismunandi tækifæri fullorðinna til náms. Með sveigjanlegri starfsemi tengslaneta getur NVL fljótt brugðist við ólíkum þörfum og netin geta starfað eins lengi og þau þjóna tilgangi. Nú eru megin áherslur á fimm þemu: sveigjanlegt nám, nýsköpun, raunfærnimat, náms- og stafsráðgjöf og færniþróun.

Þegar NVL var komið á laggirnar árið 2005  sagði  Margrethe Steen Hernes, ráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni: "Norrænt tengslanet um nám fullorðinna á að binda saman alla sem hafa áhuga á námi fullorðinna."  
 
Eftir tíu ára starfsemi má fullyrða að NVL er sterk og kraftmikil stofnun sem styður þróun fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum öllum. Sá vettvangur til samstarfs sem NVL hefur komið á er afar góður og hefur auðveldað miðlun reynslu og samskipti  ólíkra aðila á svið fullorðinsfræðslu, á milli fræðiamma og framkvæmdaaðila jafnt og menntunar og atvinnulífs.


Nánari upplýsingar veitir: Johanni.larjanko@bildningsalliansen.fi

fjölmiðlafulltrúi NVL