Norrænar niðurstöður um grunnleikni fullorðinna

Nýverið kom út skýrsla með samantekt á ýmsum niðurstöðum um stöðu grunnleikni fullorðinna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Byggt er á niðurstöðum úr PIAAC rannsókn OECD og ýmsum gögnum sem safnað hefur verið í norrænan gagnabanka frá hagstofum landanna. Þannig hefur tekist að tengja niðurstöður PIAAC við ýmsar samfélagslegar breytur.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að færni í talnalæsi virðist mikilvægari fyrir virka þátttöku í atvinnulífi heldur en færni í læsi á texta.

Niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldin var í Kaupmannahöfn í maí sl. Skýrsluna í heild sinni og glærur af ráðstefnunni auk annars efnis um PIAAC má nálgast á eftirfarandi slóðum: