Ráðstefna á vegum eyjahóps NVL

 

Norræna ráðherranefndin leggur áherslu á að efla og viðhalda jaðarsvæðum á Norðurlöndunum.

Eyjahópur NVL, með samstarfi Borgundarhólms, Gotlands og Álands hefur starfað samkvæmt því og byggir á reynslu, þörfum og áhuga á færniþróun sem getur eflt og viðhaldið búsetu á eyjunum. Í þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu felast tækifæri fyrir eyjarnar allar. Á ráðstefnunni verða ýmsar tillögur kynntar um hvernig unnt er að efla færni sem viðkemur sjálfbærri ferðaþjónustu.

Hér fyrir neðan er boð á ráðstefnuna frá danska fulltrúanum í NVL. Þátttaka á ráðstefnunni er ókeypis en þátttakendur verða sjálfir að greiða ferðakostnað og uppihald.

Skráning fer fram HÉR eigi síðar en 6. maí 2015.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast HÉR

Dagskrá ráðstefnunar er HÉR.