Raunfærnimati í Netagerð lokið innan IPA verkefnis FA

IÐAN fræðslusetur hefur nú lokið við raunfærnimatsverkefni í Netagerð, sem fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Þátttakendur voru 8 og fengu þeir metnar samtals 584 einingar á framhaldsskólastigi, eða 73 einingar hver einstaklingur að meðaltali. Flestir þátttakendur hafa skráð sig í Netagerðarnám í kjölfar raunfærnimatsins til að ljúka þeim áföngum sem þeir eiga eftir til að útskrifast.

Esb