Raunfærnimati í Almennum bóklegum greinum lokið innan IPA verkefnis FA

EsbMímir- símenntun hefur nú lokið framkvæmd raunfærnimats í Almennum bóklegum greinum; íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði.  Verkefnið fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Við undirbúning raunfærnimatsins var haft samráð við hagsmunaaðila greinanna. Alls tóku 13 einstaklingar þátt í matinu í mismunandi greinum eftir færni og var metið á hæfniþrepum 1 og 2. Samtals tóku 8 einstaklingar þátt í mati í ensku, 4 í dönsku, 6 í íslensku og 5 í stærðfræði. Náms- og starfsráðgjafi fylgdi einstaklingunum í gegnum ferlið og leiðbeinir þeim nú í kjölfarið um áframhaldandi nám.

Raunabg