Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2015

Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt árlega frá árinu 2007. Framtíðin í framhaldsfræðslu, var yfirskrift fundar sem haldinn var á Grand Hótel þann 30. nóvember síðastliðinn.

Lesa meira »

Gríðarlegur áhugi á ráðstefnu á degi náms- og starfsráðgjafar

Föstudaginn 30. október 2015 sóttu rúmlega 170 manns ráðstefnu um náms- og starfsráðgjöf á Grand hóteli i Reykjavik þar sem meginþemað var  karriereveiledning og karrierekompetanse. Að ráðstefnunni stóðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,  NVL, Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar og Félag náms- og starfsráðgjafa.

Lesa meira »

Takið daginn frá

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember. Dagskrá og staðsetning verður auglýs síðar.

Lesa meira »

Open Badges – nýtt nafn og áframhaldandi veiting merkisins

Fræðslumiðstöðin er þátttakandi í norrænu samstarfsverkefni um rafrænar viðurkenningar fyrir þá sem starfa í fullorðinsfræðslu. 

Nú er tilraunafasa verkefnisins lokið en 17 aðilar tóku þátt, þar af 4 íslendingar sem hafa fengið merkið fyrir framlag sitt um fullorðinsfræðslu á rafrænum miðlum.

Lesa meira »

Lok evrópska samstarfsverkefnisins Retrain

Nú er að ljúka tveggja ára evrópsku samstarfsverkefni, Retrain,  sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur þátt í með Austurríkismönnum og Írum og  er stjórnað af Rannsóknasetri verslunarinnar og Háskólanum á Bifröst.

Lesa meira »

Norrænar niðurstöður um grunnleikni fullorðinna

Nýverið kom út skýrsla með samantekt á ýmsum niðurstöðum um stöðu grunnleikni fullorðinna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Byggt er á niðurstöðum úr PIAAC rannsókn OECD og ýmsum gögnum sem safnað hefur verið í norrænan gagnabanka frá hagstofum landanna.

Lesa meira »

Raunfærnimati í Fiskeldi lokið innan IPA verkefnis FA

EsbMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur nú lokið við raunfærnimat í fisktækni, fiskeldislínu í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Verkefnið fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun".

Lesa meira »

Vinnudagur vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boðaði til vinnudags fyrir verkefnastjóra sem sinna framkvæmd á raunfærnimatsverkefnum.  Vinnudagurinn fór fram á Kríunesi þann 19 maí.  Þátttakendur voru 27 og komu víðsvegar að af landinu.

Lesa meira »

Ráðstefna á vegum eyjahóps NVL

Ráðstefna á vegum eyjahóps NVL stendur fyrir ráðstefnu um eflingu og viðhalda jaðarsvæðaá Norðurlöndunum.  Ráðstefnan fer fram þan 27. maí næstkomandi á Borgundarhólmi.

Lesa meira »

Stýrir þú raunfærnimatsverkefnum?

Má bjóða þér á vinnudag þann 19. maí næstkomandi?

Fjallað verður um málefni sem snerta framkvæmd raunfærnimatsverkefna. Það verður lögð áhersla á miðlun upplýsinga, skoðanaskipti og lausnir.

Lesa meira »

Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

Þann 27. febrúar síðastliðinn var haldinn 30. fundur í ráðgjafneti. Fundurinn var haldinn í húsnæði FA við Ofanleiti og hann sótti 21 fulltrúi frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum víðs vegar að af landinu ásamt 4 starfsmönnum FA.

Lesa meira »

FA hlaut styrk frá Erasmusplus

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut styrk úr KA2 hluta Erasmusplus áætlunarinnar nú í haust til að stýra samstarfsverkefni í samvinnu við aðila frá Finnlandi, Svíþjóð, Hollandi og Austurríki.

Lesa meira »

Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum

Gefinn hefur verið út bæklingurinn Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum. Bæklingurinn var unninn í kjölfar Norplus verkefnis sem unnið var árin 2012-2013 þar sem þróað var heildrænt líkan fyrir gæðastarf í raunfærnimati á Norðurlöndum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók þátt í verkefninu og IÐAN-fræðslusetur framkvæmdi prófunarferli á gæðalíkaninu.

Lesa meira »