Stiklur um fræðslu fullorðinna í atvinnulífi

Föstudaginn 14. nóvember og mánudaginn 17. nóvember var haldið 16 kennslustunda (11 klst.) Stiklunámskeið um fræðslu fullorðinna í atvinnulífi. Námskeiðið var liður í mun stærra námskeiði sem Brunamálaskólinn heldur fyrir slökkviliðsmenn með reglulegum hætti og fór það fram í Sandgerði. Þátttakendur voru varðstjórar og aðstoðarvarðstjórar sem sjá um þjálfun fræðslu á sínum vinnustöðum. Þetta er í fjórða sinn sem FA heldur kennslufræðinámskeið fyrir Brunamálaskólann.

Umsjón Guðfinna Harðardóttir.