Árangur og framtíð framhaldsfræðslu

 

Hotel Natura Reykjavík 4. desember 2014

 

Fimmtudaginn 4. desember eftir hádegi mun Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna standa fyrir fundi sem ber yfirskriftina:

Árangur og framtíð framhaldsfræðslu.

Erlendur gestafyrirlesari verður Erik Mellander, aðstoðarframkvæmdastjóri IFAU (The Institute for Evaluation of Labour Market and Education Policy) í Svíþjóð.

Auk erinda verður val á fyrirmyndum í námi fullorðinna tilkynnt og fyrstu eintökunum af Gátt 2014 verður dreift.

 

Við viljum vekja athygli á að fyrir hádegi sama dag og á sama stað standa Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, FA og RANNÍS-Landskrifstofa menntaáætlunar ERASMUS+  í samstarfi við NVL, Europass, Euroguidance og ReferNet að samtali um einstakling í ævimenntun.

 

Með bestu kveðju,

Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins