Lyfjagerðarskóli Actavis og Framvegis

Lyfjagerðarskóli Actavis og Framvegis - miðstöðvar símenntunar hefur göngu sína í dag, mánudaginn 8. september, en vinna við hönnun námsins hófst árið 2012. Um er að ræða 260 klukkustunda hagnýtt nám í lyfjagerð ætlað starfsfólki lyfjafyrirtækja sem koma að framleiðslu lyfja, 20 ára og eldra, með stutta formlega skólagöngu að baki. Námið er vottað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og hlýtur tilraunakennsla styrk úr Fræðslusjóði en námskrárgerð var styrkt af Þróunarsjóði framhaldsfræðslu.

Nánari upplýsingar um Lyfjagerðarskólann má nálgast HÉR