Raunfærnimati í Skrúðgarðyrkju lokið innan IPA verkefnis FA

Esb

IÐAN fræðslusetur hefur nú lokið við raunfærnimatsverkefni í Skrúðgarðyrkju, sem fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Þátttakendur voru 15 og fengu þeir metnar samtals 2.281 feiningar á framhaldsskólastigi, eða 152 feiningar hver einstaklingur að meðaltali. Þátttakendur höfðu allir mikla starfsreynslu að baki í faginu. Margir þeirra stefna á að ljúka því námi sem út af stendur til að útskrifast. Í boði er bæði staðnám og fjarnám hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í Skrúðgarðyrkju á Reykjum í Ölfusi.