Námskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á tilraunanámskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað. Námskeiðið verður haldið 10. og 14. apríl 2014 og er það ætlað starfsmönnum sem sinna starfsþjálfun á vinnustað sem er hluti af skilgreindu námi. Ekkert námskeiðsgjald  er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 15 manns.

Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Ofanleiti 2, fimmtu hæð. Fyrri daginn stendur námskeiðið frá kl. 9:00-12:00 og þann seinni frá 12:00-16:00. Með tilraunanámskeiðinu vonumst við til að fá endurgjöf á efnið og þannig hjálp við að þróa námskeiðið enn frekar.

Skráning á námskeið HÉR

Um verkefnið:

Haustið 2013 fékk Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að greina hæfnikröfur starfsmanna sem sinna starfsþjálfun á vinnustað, hanna nám í samræmi við þær niðurstöður og halda tilraunanámskeið.  Við hæfnigreiningu var notuð aðferðafræði sem FA hefur verið að þróa undanfarin misseri. Námskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað er hannað í samræmi við niðurstöður hæfnigreiningar og verða verkefni á námskeiðinu miðuð við að þátttakendur hafi nokkuð góða innsýn inn í starfsemi vinnustaðar síns, reglur, gildi og helstu verkefni.

Frekari upplýsingar veitir Guðfinna Harðardóttir [email protected]