Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fær viðurkenningu vegna raunfærnimats

Esb

 

 

Verkefnið Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun, sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stýrir, fékk viðurkenningu á alþjóðlegri ráðstefnu um raunfærnimat sem haldin var í Rotterdam 9. -11. apríl. Markmið verkefnisins er að fjölga tækifærum til raunfærnimats þar sem fólk fær færni sína metna til styttingar á námi eða til vottunar á færni í starfi. Jafnframt er unnið að auknum gæðum og árangri tengdum raunfærnimatsverkefnum. Í verkefninu hafa opnast 15 nýjar leiðir til raunfærnimats á móti námskrám á framhaldsskólastigi, ein ný leið mun opnast á næstunni á móti hæfnikröfum starfs og að auki er að fara af stað raunfærnimat fyrir atvinnuleitendur í almennri starfshæfni. Mikið samstarf hefur átt sér stað við hagsmunaaðila vegna undirbúnings verkefna og er framkvæmd þeirra í höndum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva í samstarfi við framhaldsskóla.

Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.

Nánari upplýsingar er að fá hjá Fjólu Maríu Lárusdóttur, verkefnastjóra.

Medium Raunfaerniverdlaun 2129381700