Námskeið - þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat 15. og 16. apríl 2014. Námskeiðin eru ætluð matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnisstjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Framkvæmd er háð því að nægileg þátttaka fáist.

Lesa meira »

Námskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á tilraunanámskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað. Námskeiðið verður haldið 10. og 14. apríl 2014 og er það ætlað starfsmönnum sem sinna starfsþjálfun á vinnustað sem er hluti af skilgreindu námi. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 15 manns.

Lesa meira »