Styrkir úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu

Stjórn Fræðslusjóðs ákveður hverju sinni forgangssvið í samráði við úthlutunarnefnd. Tillögur úthlutunarnefndar að forgangssviðum Þróunarsjóðs framhaldsfræðslu fyrir úthlutun árið 2014 eru eftirfarandi:

  • Samstarf fræðsluaðila og fyrirtækis/fyrirtækja að skipulagi starfsþjálfunar og þróunar starfsnáms á vinnustöðum.
  • Áhersla á nýsköpun, þróun náms og tilraunakennslu fyrir verk- og tæknimenntun í samstarfi við atvinnulífið.
  • Hönnun á nýju námi fyrir hópa, þar sem skort hefur á framboð og tækifæri til náms

Viðmiðin við val á verkefnum eru m.a. að þau:

  • Nái til þeirra sem falla undir ramma laganna um framhaldsfræðslu
  • Mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu
  • Inniberi nýjungar í kennsluháttum í framhaldsfræðslu
  • Inniberi samstarf

Umsóknarfrestur rann út þann 9. apríl

Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.

lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010

Sjá auglýsingu

Sjá úthlutunarreglur og skilmála