Norræn ráðstefna í Reykjavík 10.-11. júní 2014

Nordiske Broer

Á formennskuári Íslands bjóða Norræna ráðherranefndin og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna til norrænnar ráðstefnu undir fyrirsögninni Norrænar brýr fyrir ævinám í Reykjavik 10. og 11. júní 2014 í Hörpu.  

Sjálfbær norræn velferð

Verkefnið sjálfbær norræn velferð miðar að því að finna nýjar og skapandi lausnir á Norðurlöndunum. Lausnir sem eiga að stuðla að auknum gæðum jöfnuði í menntun, starfi og heilbrigði 25 milljóna íbúa Norðurlandanna. Á ráðstefnunni verður vettvangur til umræðna um sjálfbæra norræna velferð á milli þjóða og nýrra geira og greina um nám fullorðinna. Þessa tvo daga verður sjónum beint að ólíkum sjónarhólum. Fyrri daginn mun Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í opnunarerindi sínu  gera grein fyrir norrænum sjónarmiðum. Síðari dagurinn hefst með opnunarerindi  Geof Mulgan, framkvæmdastjóra, Nesta Englandi, frá gagnrýnu alþjóðlegu sjónarmiði.

Nýjar vinnuaðferðir og brýr

Á ráðstefnunni verður nýjum vinnuaðferðum beitt, í þeim felst reynsla af Biophiliu verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur þar sem sköpun er forsenda rannsókna. Aðferðin miðar að því að styrkja samhengið á milli vísinda, menningar og menntunar. Þátttakendur á ráðstefnunni fá kynningu á nýjustu rannsóknum, prófa þróunarvinnu sem byggir á rannsóknum og samþættir listir, náttúruvísindi, kennslufræði fullorðinna og upplýsingatækni/fjölmiðlun.

Ráðstefnan mun fara fram á dönsku, norsku, sænsku og ensku. Fyrirlestrar á sameiginlegum fundum verða túlkaðir á finnsku og hluti af vinnustofum fer fram á ensku.  

Dagskrá og upplýsingar um vinnustofur eru sífellt uppfærðar á heimasíðu ráðstefnunnar, hér. Frestur til að skrá þátttöku (hér) er til 1. maí 2014.

Þátttaka í ráðstefnunni og máltíðum henni tengdri er ókeypis en þátttakendur greiða sjálfir fyrir ferðir og uppihald.  Samningar um aflsátt á herbergjaverði hafa verið gerðir við tvö hótel í Reykjavík. Aðeins er hægt að bóka herbergi með afslætti fram til 15. mars eftir það gilda venjuleg verð.

Hótelin sem umræðir eru

Grand Hótel Reykjavik, netfang: reservations@grand.is, sími: 514 8000.

Kóði fyrir ráðstefnuna er 136890. Verð fyrir einsmanns herbergi með morgunverði 25.900 ISK og tveggja manna herbergi með morgunverði 27.900 ISK

Icelandair Hótel Reykjavik Natura, netfang: reykjavik@icehotels.is, sími: 444 4000. Munið að gefa upp nafn hótelsins Natura,Nordiske Broer og kóðann RG003015. Verð fyrir einsmanns herbergi með morgunverði 25.800 ISK og tveggja manna herbergi með morgunverði 29.900 ISK

Sigrún Kristín MagnúsdóttirNordisk Nettverk for Voksnes Læringwww.nordvux.net  Fræðslumiðstöð atvinnulífsinswww.frae.isOfanleiti 2, 103 ReykjavíkTel: (+354) 599 1400 Mobile: (+354) 862 6601