Ráðstefna um raunfærnimat – Rotterdam

Dagana 9. til 11. apríl 2014 verður haldin í Rotterdam ráðstefna um raunfærnimat. Markhópurinn fyrir hana eru hagsmuna-, framkvæmda- og stefnumótandi aðilar í raunfærnimati og það verður mikið af áhugaverðum fyrirlestrum og vinnustofum í boði.  

Hér ferð þú inn á heimasíðu fyrir ráðstefnuna og hér má nálgast dagskránna. Skráningargjald hækkar eftir annan mars. Allar nánari upplýsingar eru fúslega veittar af Hauki Harðarsyni hjá FA.