Fræðslusetrið Starfsmennt hlýtur EQM gæðavottun

Fræðslusetrið Starfsmennt hlaut nú á dögunum gæðavottun sem kallast European Quality Mark (EQM). Með gæðavottun EQM er staðfest að Fræðslusetrið Starfsmennt stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi. Það er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) sem veitir gæðavottunina en FA hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.

Starfsmennt EQM
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri FA veitir Huldu Önnu Arnljótsdóttur
framkvæmdastjóra Starfsmenntar EQM gæðavottun
.